EKOorka: Samtök og vistmerki

– For the most up-to-date information on our ecolabel and our work promoting environmental sustainability, please see the English version of this page. Select the language in the menu at the top of this page –

Samtök

EKOorka er samtök evrópskra, frjálsra félaga á sviði umhverfismála sem stuðla að sjálfbærri rafmagnsnotkun. Um þessar mundir eru meðlimir 34, frá 26 evrópskum ríkjum. Og fleiri munu slást í hópinn.

Í sameiningu viljum við:

  • hvetja til þróunar á endurnýjanlegri raforku og efla umhverfisvænar lausnir
  • stuðla að verndun líffræðilegrar fjölbreytni, búsvæða og vistkerfaþjónustu
  • upplýsa alla raforkunotendur um þá afurð sem þeir kaupa, merkingu hennar og áhrif
  • virkja jákvætt afl þúsund einstaklinga, hópa og fyrirtækja sem deila metnaði okkar og gefa þeim tækifæri á þátttöku
  • hlúa að umræðum á milli raforkugeirans, frjálra félagassamtaka og annarra hagsmunaaðila (t.d. neytendasamtaka og yfirvalda)

Vistmerki

EKOorka er vistmerki fyrir raforku, stýrt af EKOorkusamtökunum. Tilgangur vistmerkisins er að vísa neytendum veg á flóknum raforkumarkaði Evrópu.

Það kemur ekki á óvart að aðeins er hægt að selja raforku sem kemur frá endurnýjanlegum auðlindum með vistmerki EKOorku. En EKOorka er meira en aðeins endurnýjanleg raforka. Að auki uppfyllir merkið þau viðbótarskilyrði fyrir sjálfbærni sem EKOorkunetið ákvarðar. Enn fremur, neytendur EKOorku fá réttar upplýsingar um uppruna raforkunnar.

Vistmerki EKOorku er eina raforkumerkið sem er ávöxtur evrópsks samráðsferlis, starfar á öllum evróska markaðinum og er viðurkennt af hagsmunaaðilum í hverju einasta ríki Evrópu.