Stjórnunarhættir

ekoenergy stampStjórnin

Stjórn EKOorku fer með æðsta stjórnunarvald EKOorku Samtaka og merkis.

Stjórnin

 • styður við aðferðir samtakanna
 • ákvarðar viðmiðanir
 • ákvarðar ásættanleika framleiðslubúnaðar
 • ákvarðar hvernig staðið sé að úthlutun úr bæði Umhverfissjóði EKOorku og Loftlagssjóði EKOorku og
 • útnefnir yfirmann aðalskrifstofu EKOorku.

Hvert félag innan EKOorku útnefnir manneskju í stjórnina. Smellið hér til þess að sjá lista yfir stjórnarmeðlimi.

Ráðgjafahópur

Stjórn EKOorku útnefnir aðila Ráðgjafahópsins. Útnefningin gildir í tvö ár og hægt er að framlengja hana.

Í Ráðgjafahópnum eru eftirfarandi sæti frátekin fyrir hagsmunahópa:

 • Frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála: bæði evrópsk regnhlífarsamtök sem og samtök á lands- og svæðisvísu.
 • Raforkuiðnaðurinn (framleiðendur, seljendur og birgjar).
 • Neytendur Ekoorku, samtök útibúa þeirra og samtök neytenda.

Aðrir meðlimir sem koma til greina sem mögulegir sætishafar hópsins eru t.d. yfirvöld sem taka þátt í því að hrinda Upprunavottorðskerfinu í framkvæmd.

Meðlimir Ráðgjafahópsins geta lagt til allra mála sem tengjast EKOorku. Þeir eru jafnframt vel upplýstir um áætlun Stjórnarinnar. Stjórnin þarf að svara spurningum og athugasemdum Ráðgjafahópsins innan tveggja mánaða frá því þær voru lagðar inn. Ráðgjafahópurinn útnefnir meðlimi Gerðardóms EKOorku að gefnum ¾ meirihluta hópsins.

Smellið hér til þess að sjá lista yfir meðlimi Ráðgjafahópsins.

Aðalskrifstofan

Daglegur rekstur EKOorku er í höndum Aðalskrifstofunnar. Störf Aðalskrifstofunnar fela í sér:

 • ytri samskipti EKOorku og að koma á samböndum.
 • þjónustu við hagsmunaaðila og hagsmunahópa.
 • skipulagningu, undirbúning og að halda utan um alla fundi og innviði EKOorku.
 • undirbúning skjala um ákvarðanatöku varðandi fjárhags- og aðgerðaáætlanir.
 • undirbúning skýrslna.
 • útgáfu og dreifingu upplýsinga.
 • umsjá fjármála samtakanna.

Smellið hér til þess að sjá lista yfir starfsmenn og sjálfboðaliða Aðalskrifstofunnar.

Gerðardómur

Að lágmarki samanstendur Gerðardómur EKOorku af þremur sérfræðingum. Þeir eru tilnefndir af Ráðgjafahópnum og útnefndir af stjónr EKOorku. Útnefningin gildir í fimm ár. Í Gerðardómnum er eitt frátekið sæti fyrir sérfræðing á sviði umhverfismála og annað frátekið sæti fyrir sérfræðing á sviði endurnýjanlegrar raforku. Viðkomandi hagsmunasamtök hafa tækifæri til þess að mæla með umsækjendum.

Gerðardómurinn gerir út um deilur á mili EKOorku og meðlimi samtakanna, eða á milli EKOorku samtakanna og fyrirtækja sem selja EKOorku.

Gerðardómur EKOorku mun hefja starfsemi ekki seinna en tveimur árum eftir fyrstu söluna á EKOorku (þ.e. þann 15. júní 2015).